Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2016 02:48

Egill Ólafsson flytur Egils sögur í Landnámssetri

Í marsmánuði verður sýnd sýningin „Egils sögur - í tímahylki tals og tóna“ á Sögulofti Landnámsseturs. Þar mun hinn ástsæli söngvari og lagasmiður Egill Ólafsson stíga á stokk en hann hefur tekið saman úrval sagna frá eftirminnilegum atvikum úr viðburðaríku lífi sínu og sett saman í tveggja tíma sýningu. Sjálfur segist Egill ætla að segja sögur af samtíð, fortíð og framtíð og ferðast í tímahulstri eigin tónlistar. „Þarna segi ég svolítið af mínum samferðamönnum, uppruna mínum og hvernig þetta hefur allt oltið áfram. Þetta byggist á minni bók að einhverju leyti en nú er ég að segja þetta beint upp úr mér,“ útskýrir Egill. Hann segir söguna að vissu leyti hverfast um hann sjálfan en að hún sé fyrst og fremst af öðru fólki. „Maður kemst jú ekki í gegnum lífið öðruvísi en að vera í samskiptum við annað fólk. Þetta er því saga af landi og þjóð aðallega, ömmum og öfum og hvað eina - í anda sagnaþáttanna. Þetta er upprunasaga og saga af músum og mönnum.“ Þá mun Egill flétta tónlist við frásögnina og spila eitthvað af þeim 580 lögum sem hann hefur flutt í gegnum ferilinn. „Þetta verður skreytt með músík sem ég hef sungið í gegnum tíðina. Ég staldra við á mörgum bæjum þar. Ég flétta tónlistinni við sögu og samferðamenn,“ segir Egill.

Egils sögur verða frumfluttar á Sögulofti Landnámsseturs föstudaginn 4. mars kl. 20 og eru áformaðar sýningar allar helgar fram að páskum.

 

Sjá nánar auglýsingu

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is