Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2016 11:21

Slakur síðari hálfleikur varð Snæfellingum að falli

Snæfell mætti ÍR í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í gær. Leikið var í Seljaskóla í Reykjavík. Snæfellingar tryggðu áframhaldandi dvöl sína í deild þeirra bestu í síðustu viku og með sigri í leiknum gær gátu ÍR-ingar gert slíkt hið sama. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Heimamenn höfðu heldur yfirhöndina en leikmenn Snæfells eltu. Í upphafi annars leikhluta náðu Snæfellingar að stela forystunni. Það varði aftur á móti ekki lengi því ÍR-ingar jöfnuðu áður og náðu góðum kafla undir lok fjórðungsins og leiddu í leikhléi, 54-46.

Í síðari hálfleik réðu heimamenn lögum og lofum á vellinum. Þeir hertu tökin í vörninni og tókst að stöðva nánast allar aðgerðir Snæfellinga. Forskot heimamann varð fljótt tuttugu stig og átti eftir að aukast eftir því sem nær dró leikslokum. Sóknarleikur Snæfells var í molum, þeir skoruðu aðeins 28 stig í síðari hálfleik og máttu sætta sig við 34 stiga tap, 108-74.

Sherrod Wright var stigahæstur Snæfellsmanna með 19 stig auk sex frákasta. Sigurður Þorvaldsson skoraði 18 stig og tók fimm fráköst og Stefán Karel Torfason skoraði 12 stig og ref niður 16 fráköst.

Snæfell leikur aftur á sunnudag þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn í Hólminn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is