06. mars. 2016 01:08
„Grunur um salmonellu hefur komið upp í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli. Fyrirtækið hefur innkallað kjúkling með rekjanleikanúmerinu (Rlnr.) 011-16-04-5-34 í samráði við Matvælastofnun. Fyrirtækið hefur haft samband við sína viðskiptavini og fjarlægt kjúklinga úr kælum. Vöruheiti: Bónus, Krónu, Ali… Framleiðandinn Matfugl ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Ástæðan er sögð grunur um salmonellu. Dreifing vöru með þessu rekjanleikanúmer fór fram í verslunum Bónus, Krónunnar og vörumerkið Ali. „Þeir sem eru með ferska kjúklinga frá fyrirtækinu með fyrrgreindu rekjanleikanúmeri geta skilað kjúklingnum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf, Völuteigi 2 Mosfellsbæ.“