07. mars. 2016 08:01
Til stendur að hafa fjölmarga kynningarfundi um landið á næstunni vegna nýrra búvörusamninga. Á vestanverðu landinu eru fyrirhugaði fimm fundir og verða þeir sem hér segir: Í Ásgarði í í Kjós, þriðjudaginn 8. mars 2016 kl. 12:00, á Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 8. mars kl. 20:30, í Breiðabliki á Snæfellsnesi miðvikudaginn 9. mars kl.12:00, í Dalabúð Búðardal sama dag kl. 20:30 og á Birkimel á Barðaströnd 10. mars kl. 12:00.