Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2016 02:01

Skagamenn í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni

ÍA heimsótti Val í 1. deild karla í körfuknattleik síðastiðinn föstudag, en bæði lið berjast um sæti í úrslitakeppninni í vor. Valsmenn byrjuðu leikinn betur, skoruðu fyrstu sex stig leiksins áður en ÍA svaraði með þriggja stiga körfu. Skömmu síðar náðu Skagamenn forystunni en heimaliðið fylgdi þeim eins og skugginn. Valur jafnaði um miðjan annan leikhluta en komust ekki nær í bili og ÍA hafði tveggja stiga forskot í hálfleik, 41-43.

Síðari hálfleikur hófst þar sem sá fyrri endaði. Leikurinn var áfram jafn og spennandi. Skagamönnum gekk á kafla illa að skora en leikmenn Vals voru heldur markvissari í sínum aðgerðum. Þeir náðu forystunni undir lok þriðja leikhluta og litu aldrei til baka. Þeir héldu Skagamönnum í skefjum framan af fjórða leikhluta og stungu af á síðustu mínútunum. Lokatölur í Valsheimilinu voru 100-75 og gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins.

Sean Tate var atkvæðamestur Skagamanna með 24 stig og sex fráköst. Fannar Freyr Helgason skoraði 19 stig og tók átta fráköst og Jón Orri Kristjánsson var með ellefu stig og tíu fráköst.

Úrslit leiksins gerðu það að verkum að liðin höfðu sætaskipti í deildinni.  

ÍA situr nú í 5. sæti með 20 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum betur en Hamar í sætinu fyrir neðan og baráttan um sæti í úrslitakeppninni í algleymingi. Næst leikur ÍA gegn Ármanni sem berst fyrir sæti sínu í deildinni. Það má því búast við hörkuleik í íþróttahúsinu við Vesturgötu fimmtudaginn 10. mars. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is