Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2016 02:51

Vilja að bæjaryfirvöld leiti lausna um annað staðarval

„Samtökin Betra Akranes, óformleg samtök íbúa um betri byggð á Akranesi, furða sig á ósamræmi í stefnu bæjaryfirvalda Akraness. Samtökin segja það skjóta skökku við að láta skipuleggja glæsilegan miðbæ á Sementsreitnum svokallaða, með áætlunum um íbúabyggð, útivistarsvæði, hótel og nýtt ráðhús, en á sama tíma liggi fyrir breytt deiliskipulag fyrir lyktarmengandi hausaþurrkunarverksmiðju í næsta nágrenni. Samtökin skora á bæjarstjórnina að ganga nú þegar til samninga við HB Granda um að leita lausna um annað staðarval fyrir verksmiðjuna, innan bæjarfélagsins en fjarri íbúabyggð,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Betra Akranes fagnar nýgerðum samningi bæjarstjórnar við ASK arkitekta um deiliskipulagningu Sementsreitsins, sem og þeim metnaði og framtíðarsýn sem ljós eru í áformum um uppbyggingu í miðbænum. Að sama skapi lýsa samtökin yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að leggja samtímis fram breytt deiliskipulag á Breið, aðeins spölkorn frá Sementsreitnum. Verði sú tillaga samþykkt mun HB Grandi reisa þar nýja og stærri lyktarmengandi hausaþurrkunarverksmiðju í stað þeirrar eldri, Laugafisks, sem hefur verið umkvörtunarefni bæjarbúa í hartnær fimmtán ár vegna lyktarmengunar. Vitað er að engin tækni ræður við að gera slíka starfsemi lyktarlausa. Það staðfesta óháðar matsskýrslur sem bæði Akranesbær og HB Grandi hafa látið vinna fyrir sig. Gangi áætlanir HB Granda eftir mun þessi verksmiðja verða með þeim afkastamestu sinnar tegundar á Íslandi, með möguleika á enn meiri stækkun.

 

Betra Akranes skorar því á bæjarstjórn að ganga nú þegar til samninga við HB Granda að leita lausna um annað staðarval fyrir verksmiðjuna, innan bæjarfélagsins en fjarri íbúabyggð. Hafin er undirskriftarsöfnum á vefnum betraakranes.org þar sem bæjarbúar eru hvattir til að lýsa stuðningi sínum við þá áskorun samtakanna. Aðstandendur Betra Akraness lýsa yfir áhyggjum sínum af framtíð bæjarins ef hausaþurrkunin fær að starfa áfram í næsta nágrenni íbúabyggðar. Nær væri að leita lausnar sem allir íbúar bæjarins gætu verið sáttir við,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum Betra Akranes, en ábyrgðarmenn þess eru skráðir þeir Hörður Ó Helgason og Kristinn Pétursson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is