Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2016 05:19

Stærsta einstaka verkefni Skagans og samstarfsfyrirtækja frá upphafi

Skaginn hf. á Akranesi, ásamt samstarfsfyrirtækjum sínum Frost ehf. og Rafeyri ehf. á Akureyri, hefur samið við Eskju hf. á Eskifirði um smíði og uppsetningu á búnaði í nýja verksmiðju fyrir vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis á Eskifirði. Verksmiðjan verður í nýju 7.000 fermetra stálgrindarhúsi og er áætlað að hún taki til starfa í september á þessu ári eða eftir aðeins rúmlega hálft ár. Stefnt er að því að í verksmiðjunni verði hægt að frysta um 700 til 900 tonn afurða á sólarhring með tólf plötufrystum og stækkunarmöguleika í 1.200 tonn með 16 plötufrystum sem smíðaðir eru hjá Þorgeiri & Ellert á Akranesi. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrirtækin þrjú mynda með sér bandalag um verk sem þetta en fyrri verkin voru tvær sambærilegar verksmiðjur í Færeyjum á árunum 2012 og 2014. Verkefnið fyrir Eskju er þeirra stærst, en samkvæmt heimildum Skessuhorns er heildarvirði samningsins á fjórða milljarð króna.

 

 

Verkefnið fyrir Eskfirðinga mun skapa fjölmörg störf víðs vegar um landið. Stærsti hluti smíðinnar mun fara fram á Akranesi hjá Skaganum, systurfyrirtækinu Þorgeiri & Ellert hf. og fjölmörgum öðrum fyrirtækjum í bæjarfélaginu. Á Akureyri eru það samstarfsfyrirtækin Frost og Rafeyri ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum sem koma að verkefninu. Á Ísafirði mun systurfyrirtæki Skagans, 3X Technology ehf., sjá um stóran hluta smíðinnar ásamt samstarfsfyrirtækjum þar. Í Garðabæ koma að verkinu fyrirtækin Style ehf. og Marel Iceland ehf. auk starfsstöðvar Frosts þar. SR vélaverkstæði hf. á Siglufirði mun einnig koma að verkinu auk fjölmargra minni fyrirtækja víðs vegar um land. Það er verkfræðistofan Efla á Austurlandi sem sér um hönnun verksmiðjuhússins og mun bygging þess verða í höndum verktaka á Eskifirði og í nágrenni.

 

Verksmiðja í fararbroddi á ýmsan hátt

Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, segir verkefnið það stærsta sem fyrirtækið, ásamt samstarfsaðilum, hafi tekið að sér til þessa. „Bandalag þessara fyrirtækja hefur gert það að verkum að við ráðum vel við verk af þessu umfangi og stærðargráðu. Þetta er mikil áskorun fyrir okkur og um leið mikil viðurkenning á öllum þeim fyrirtækjum sem að verkinu standa og starfsmönnum þeirra. Stjórnendur Eskju hafa sýnt okkur mikið traust í undirbúningnum sem hefur tekið langan tíma og miðar að því að skila Eskju verksmiðju sem verður í fararbroddi hvað gæði, tækni, nýtingu, afköst og hagkvæmni varðar. Verkefni af þessu tagi er mikilvægt fyrir landsbyggðina og mun styrkja íslenskan sjávarútveg og framsækin tæknifyrirtæki sem þjónusta greinina,“ segir Ingólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is