08. mars. 2016 01:10
Skagamaðurinn Hilmar Sigvaldason fagnaði fimmtíu ára afmæli 4. mars síðastliðinn. Hilmar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir markaðssetningu á vitunum á Breið, þar sem hann hefur tekið á móti þúsundum gesta á síðastliðnum fjórum árum. Í tilefni afmælisins bauð Hilmar til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi síðastliðinn laugardag þar sem fjöldi fólks mætti til að fagna með afmælisbarninu.