08. mars. 2016 02:44
Páskaúthlutun félagsins fer fram mánudaginn 21. mars frá klukkan 13-17 í húsi Rauða krossins við Skólabraut 25a, en mæðrastyrksnefnd er með aðstöðu þar núna. "Tekið er á móti umsóknum í símum 859-3000 (María) og 859-3200 (Svanborg) alla virka daga til og með 16. mars á milli klukkan 11 og 13. Þeir sem skiluðu inn gögnum fyrir jól þurfa ekki að skila inn aftur núna. Það þurfa allir umsækjendur að koma og fylla út skriflega umsókn fimmtudaginn 17. mars á milli klukkan 16 og 18. Vinsamlegast sækið um á auglýstum tíma," segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd Akraness.