Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2016 01:28

Snæfell varð að lúta í gras í toppslag deildarinnar

Stærsti leikur tímabilsins í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik var leikinn í Hafnarfirði í gær. Þar áttust við toppliðin tvö, Snæfell og Haukar, í leik sem vó þungt í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og heimaleikjarétt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Haukar byrjuðu leikinn gríðarlega vel. Helena Sverrisdóttir, sem að öðrum ólöstuðum hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins, fór mikinn á upphafsmínútunum og leikmenn Snæfells fengu ekki rönd við reist. Haukar höfðu 15 stiga forskot strax að fyrsta leikhluta loknum og þegar orðið á brattann að sækja fyrir Snæfellskonur. Því fór hins vegar fjarri að þær væru tilbúnar að játa sig sigraðar þá og þegar. Annan leikhluta áttu þær með húð og hári, færðust stöðugt nær Haukum og minnkuðu muninn í þrjú stig fyrir hálfleik, 38-35.

 

 

Munurinn hélst að kalla óbreyttur fyrst eftir leikhléið en um miðjan þriðja leikhluta tóku Haukar að síga fram úr á nýjan leik. Snæfellskonur höfðu ekki erindi sem erfiði. Haukar lokuðu á Haiden Palmer, sem hafði verið aðal drifkrafturinn í sóknarleik Snæfells og komst hún hvorki lönd né strönd í lokafjórðungnum. Snæfell missti Hauka of langt fram úr sér og þurftu að lokum að sætta sig við 19 stiga tap, 78-59.

 

Þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik í lokafjórðungnum var Haiden Palmer atkvæðamest í liði Snæfells með 22 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar. Næst henni kom Gunnhildur Gunnarsdóttir með 16 stig og þá Bryndís Guðmundsdóttir með átta. Geta má þess að hinum megin setti áðurnefnd Helena Sverrisdóttir upp risavaxna þrennu 32 stiga, 17 frákasta og ellefu stoðsendinga.

 

Úrslit leiksins gera það að verkum að baráttan á toppi deildarinnar er í algleymingi. Snæfell og Haukar eru jöfn að stigum deildarinnar með 36 stig hvort en Haukar eiga leik til góða. Næst leikur Snæfell gegn Keflavík í Stykkishólmi miðvikudaginn 16. mars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is