09. mars. 2016 02:57
Heilbrigðisstofnun Vesturlands er ein heilbrigðisstofnana hér á landi með jákvæðan höfuðstól af rekstri undanfarinna fjögurra ára. Hann nemur fjórum milljónum króna samkvæmt nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem borinn er saman rekstur áranna 2012 til 2015. Uppsafnaður halli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var 391 milljón króna um áramót samkvæmt skýrslunni. Rekstrarhalli stofnunarinnar á síðasta ári var 42 milljónir, en uppsafnaður halli árið 2012 var 222 milljónir. Næstmestur halli er á Heilbrigðisstofnun Austurlands, 270 milljónir og hefur ríflega tvöfaldast frá 2012. Halli á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er 140 milljónir, Norðurlands 97 milljónir og Suðurnesja 62 milljónir króna.