Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2016 06:01

Krauma opnuð um miðjan júní

Framkvæmdir við byggingar og önnur mannvirki Krauma við Deildartunguhver í Borgarfirði eru á áætlun og stefnt að náttúrulaugarnar, þessi nýjasta viðbót í ferðaflóru Vesturlands, verði opnuð um miðjan júní næstkomandi. Að framkvæmdinni standa tvenn hjón, þau Bára og Dagur í Gróf og Jóna Ester og Sveinn í Víðigerði. Í Krauma verða fimm heitar laugar og ein köld, tvö gufuböð með mismunandi hitastigi og lykt, auk slökunarrýmis með þægilegum bekkjum og eldstæði. Þá verður veitingastaður, minjagripaverslun og bar í Krauma.

Hönnun bygginga, baðsvæðis og mótun landslags er í höndum Brynhildar Sólveigardóttur arkitekts hjá Dark studio. Leifur Welding sér um innanhússhönnun ásamt Brynhildi. Eigendur Krauma segjast hafa verið mjög heppin með hversu gott fólk þau hafa fengið í lið með sér bæði við hönnin og byggingu húsanna. Farið er að huga að ráðningu starfsfólks og eru þau einmitt þessa dagana á höttunum eftir matreiðslumanni og verður fljótlega auglýst eftir örðu starfsfólki.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is