Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2016 06:01

Krauma opnuð um miðjan júní

Framkvæmdir við byggingar og önnur mannvirki Krauma við Deildartunguhver í Borgarfirði eru á áætlun og stefnt að náttúrulaugarnar, þessi nýjasta viðbót í ferðaflóru Vesturlands, verði opnuð um miðjan júní næstkomandi. Að framkvæmdinni standa tvenn hjón, þau Bára og Dagur í Gróf og Jóna Ester og Sveinn í Víðigerði. Í Krauma verða fimm heitar laugar og ein köld, tvö gufuböð með mismunandi hitastigi og lykt, auk slökunarrýmis með þægilegum bekkjum og eldstæði. Þá verður veitingastaður, minjagripaverslun og bar í Krauma.

Hönnun bygginga, baðsvæðis og mótun landslags er í höndum Brynhildar Sólveigardóttur arkitekts hjá Dark studio. Leifur Welding sér um innanhússhönnun ásamt Brynhildi. Eigendur Krauma segjast hafa verið mjög heppin með hversu gott fólk þau hafa fengið í lið með sér bæði við hönnin og byggingu húsanna. Farið er að huga að ráðningu starfsfólks og eru þau einmitt þessa dagana á höttunum eftir matreiðslumanni og verður fljótlega auglýst eftir örðu starfsfólki.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is