Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2016 10:52

Grundaskóli sigraði í Vesturlandsriðli Skólahreysti

Nemendur Grundaskóla á Akranesi sigruðu í Vesturlandsriðli Skólahreysti sem fram fór í gær í Mýrinni í Garðabæ. Tíu skólar úr landshlutanum auk eins af Norðurlandi vestra skipuðu riðilinn. Í öðru sæti varð Grunnskóli Snæfellsbæjar og Brekkubæjarskóli á Akranesi þriðji. Keppnislið Grundaskóla skipuðu: Þór Llorens, Oskar Wasilewski og Karen Þórisdóttir og Daria Fijal. Varamenn voru Róberta Ísólfsdóttir og Ísak Máni Sævarsson. Liðið mætti einbeitt til leiks með fjölmenna stuðningssveit nemenda. Stefnan var sett á sigur og ekkert annað. Á síðasta ári voru það nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi sem kepptu fyrir hönd landshlutans.

Aðrir skólar sem tóku þátt voru: Auðarskóli í Dölum, Grunnskóli Borgarfjarðar,  Grunnskóli Grundarfjarðar, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskólinn í Borgarnesi, Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit og Grunnskóli Stykkishólms. 

Samkvæmt óstaðfestri dagskrá á heimasíðu Skólahreysti fara úrslit fram miðvikudaginn 20. apríl í Reykjavík.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is