10. mars. 2016 01:31
Kvennalið Skallagríms í körfuboltanum hefur fyrir löngu sýnt og sannað að liðið er það besta í 1. deild. Á laugardaginn, á leik Skallagríms og Njarðvík kl. 16:30 í Borgarnesi, taka stelpurnar við titlinum og bikar. Arion banki býður öllum sem vilja frítt á völlinn í tilefni dagsins og hvetur heimafólk til að mæta og sýna stuðning. En þetta er einungis hálfur sigur eða kannski ríflega það. Með sigri í deildinni hafa Skallagrímskonur tryggt sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni um sæti í úrvalsdeild að ári. Vissulega eru þó sigurlíkur stúlknanna úr Borgarnesi miklar þar sem yfirburðir þeirra í 1. deild hafa verið óvenjumiklir í íslenskri boltaíþrótt. Unnu þrettán leiki í röð og hafa aðeins tapað einni viðureign á leiktíðinni.