10. mars. 2016 03:39
Bæði tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hafa ákveðið í ljósi harðrar gagnrýni í þjóðfélaginu að lækka fyrirhugaðar arðgreiðslur til eigenda félaganna. Stjórn VÍS hefur ákveðið að leggja til að greiddir verði tveir milljarðar króna í arð til hluthafa í stað fimm milljarða eins og boðað hafði verið. Þá ákvað stjórn Sjóvá í morgun að leggja til við hluthafafund að lækka arðgreiðslu úr 3,1 milljarði króna í 675 milljónir. Ljóst er að öll þrjú stóru tryggingafélögin hafa skaðað orðspor sitt verulega og er þessi ákvörðun VÍS og Sjóvá liður í að draga úr þeim skaða.