10. mars. 2016 03:11
Á fundi í gær samþykkti framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar að kosið verði til allra embætta flokksins á landsfundi í vor. Allir aðal- og varamenn í stjórn og framkvæmdastjórn munu skila inn umboði sínu við upphaf landsfundar og kosið verður til embættanna að nýju. „Á landsfundi verður kosið um embætti formanns og varaformanns Samfylkingarinnar og telur framkvæmdastjórn æskilegt að flokksmönnum gefist færi á að kjósa um alla forystu flokksins,“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.