Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2016 10:20

Fyrsta löndun nýja Víkings á Akranesi

Víkingur AK-100 kom með sinn fyrsta loðnufarm til Akraness í morgun. Albert Sveinsson skipstjóri segir í samtali við Skessuhorn að aflinn sé um 750 tonn sem fékkst á norðanverðum Faxaflóa. Loðnan fer í hrognatöku og -frystingu. „Við vorum í tvo daga að ná þessum afla eftir að við komum að austan á miðvikudagsmorgun. Loðnan er dreifð um svæðið og lítið að sjá. Engin alvöru lóðning sem við fundum í þessum túr,“ sagði Albert. Hann segir veðrið hafa verið slæmt á miðunum og haugasjór, einkum í gærkvöldi, en þá fór vindur í yfir 40 metra á sekúndu. „Við áttum svo viðkomu í Reykjavík í morgun og tókum olíu og hinkruðum meðan verið var að klára að vinna úr afla Venusar hér á Akranesi.“

 

Albert segir að það taki um tólf tíma að dæla úr skipinu og eftir það muni þeir sigla aftur út á flóann og freista þess að finna meiri loðnu. „Það spáir auk þess illa og væri sjálfsagt vont að liggja í höfninni. Röð lægða gengur nú yfir næstu dag, en eftir helgina á veðrið að skána og þá náum við vonandi að veiða upp í þann kvóta sem fyrirtækið á eftir,“ segir Albert Sveinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is