11. mars. 2016 01:59
Veðurstofa Íslands hefur sent út viðvörun vegna slæms veðurútlits á morgun, laugardag. Spáð er slæmu veðri um allt land. Kröpp lægð nálgast landið úr suðri í kvöld og nótt. Lægðinni fylgir suðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og í fyrramálið. Verst verður veðrið suðaustanlands í fyrstu. Hann snýst síðan í suðvestan storm eða rok með éljagangi. Jafnvel er búist við ofsaveðri norðvestantil á landinu. Veðurstofan biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega á morgun.