Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2016 08:01

Ingi Þór framlengir við Snæfell

Ingi Þór Steinþórsson körfuboltaþjálfari er búinn að framlengja samning sinn við Snæfell til næstu tveggja ára. Á Karfan.is er greint frá því að Snæfell og Ingi Þór hafi orðið sammála um að stefna að minnst níu ára veru kappans í Stykkishólmi sem stjórinn yfir Snæfellsliðunum knáu. Ingi verður áfram með bæði karla- og kvennalið félagsins en kvennaliðið er ríkjandi Íslandsmeistari síðustu tveggja tímabila og fagnaði auk þess sínum fyrsta bikartitli í sögu kvennaliðsins á yfirstandandi leiktíð og er nú á leið í úrslitakeppnina. Í viðtali við karfan.is segir Ingi Þór: „Það er búið að ganga vel hérna og maður hefur prófað nánast öll mynstur af liðum,“ sagði hann, en viðurkennir jafnframt einnig að hafa heyrt frá fleiri félögum en Snæfelli áður en hann tók ákvörðun um að framlengja um tvö ár í Hólminum.

 

 

„Það er gott að vinna með fólkinu í félaginu, bæði stjórninni og leikmönnum. Ákvörðunin var því auðveld enda umhverfið gott. Eins er mikið að gera en það er skilningur heimafyrir til að láta hlutina ganga upp, annars myndi þetta aldrei hafast,“ sagði Ingi Þór en hann vonast til þess að halda aðstoðarþjálfurum sínum á báðum liðum félagsins.

„Karlamegin ætlum við að reyna að gera enn betur í leikmannamálum en fyrir síðasta tímabil. Það er metnaður í fólki hérna en við gerum okkur grein fyrir því að liðið þarf að bæta við sig leikmönnum til að geta gert betur. Við ætlum bara að sækja áfram veginn og strákarnir eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Þá er bara að fylgja eftir genginu með kvennaliðið og ná titlinum þar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is