Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2016 02:13

Jákvæð rekstrarafkoma Dalabyggðar á síðasta ári

Ársreikningur Dalabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær, þriðjudaginn 15. mars. Þar kemur fram að rekstrartekjur sveitarfélagsins á síðasta ári námu 755,2 milljónum króna fyrir A og B hluta en rekstrargjöld 691 milljón. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var jákvæð um 35,1 milljónir en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 15,1 milljónum. Rekstrarniðurstaða Dalabyggðar fyrir árið 2015 er því jákvæð um sem nemur 20,8 milljónum króna. Í A hluta voru rekstrartekjur 625,6 milljónir., rekstrargjöld 558,5 og fjármagnsgjöld 2,8 milljónir. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um sem nemur 44,3 milljónum króna, að teknu tilliti til fjármagnsgjalda.

Fastafjármunir sveitarfélagsins voru í árslok 866,7 milljónir, veltufjármunir 171,9 og eignir alls rúmur milljarður króna. Langtímaskuldir voru 290,7 milljónir, skammtímaskuldir 126,7 milljónir, lífeyrisskuldbinding 83,6 og heildarskuldir því alls um 501,0 milljónir króna.

 

 

Veltufé frá rekstri fyrir A hluta var 75 milljónir og handbært fé frá rekstri 79,8 milljónir. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri 63,7 milljónir og handbært fé frá rekstri 69,9 milljónir. Veltufjárhlutfall var 1,91, eiginfjárhlutfall 0,57, skuldahlutfall 66% og skuldaviðmið 56,6%.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 56,5 milljónum króna. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 25 milljónir. Handbært fé í ársbyrjun var 118,8 milljón en í árslok 116,4 milljón króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is