Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2016 06:01

Segir fermingarbörnum ekki hafa fækkað

Séra Þorbjörn Hlynur Árnason er prófastur Vesturlands-prófastsdæmis og starfandi sóknarprestur í Borgarprestakalli. Aðspurður um fermingarstörf kirkjunnar undanfarin ár segist hann almennt séð vera ánægður. „Ég er ánægður með áhuga barnanna og mér finnst slæmt að heyra þá klisju að börn séu að fermast upp á gjafir eða veislur. Það er alls ekki tilfellið,“ segir sr. Þorbjörn Hlynur sem hefur yfir þrjátíu ára reynslu sem prestur. Hann segir gefandi fyrir presta að vera innan um þau efnilegu ungmenni sem fermingarbörnin eru. „Það er merkilegt að sjá hvernig hugðarefni þeirra og aðstæður breytast. Fyrstu börnin sem ég fermdi eru komin á miðjan fimmtugsaldur núna og mörg síðustu ár hef ég verið að ferma börn þeirra barna sem ég fermdi á sínum tíma. Auðvitað breytast hugðarefni og aðstæður en börnin eru söm við sig, alltaf jafn einlæg og áhugasöm og full af vilja að taka það alvarlega sem þau eru að gera.“ Hann segir tölvur og samfélagsmiðla hafa meiri áhrif á börn en var. „Eðlilega, því það er ýmislegt til núna sem var ekki til þá. Það hefur þó ekki breytt neinu í grunninn. Þau ganga til fermingarfræðslu og til fermingar af heilum huga,“ segir hann.

 

Þorbjörn Hlynur segir fermingarbörnum ekki hafa fækkað á undanförnum árum, þrátt fyrir það sem einhverjir halda. „Það er óverulegt. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem ekki láta ferma sig en borgaraleg ferming hefur til dæmis ekki náð neinni fótfestu að ráði. Fólk hefur sitt val og við gerum engar athugasemdir við það hvort börn fermast eða velja aðrar leiðir. Það er val fólksins eins og annað í lífinu. Við tökum vel á móti þeim börnum sem koma til okkar og reynum að gera hlutina eins vel og hægt er.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is