Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2016 08:01

Byggt við brugghús til að geta tekið á móti hópum í bjórsmökkun

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við Brugghús Steðja í Borgarfirði, en um 150 fermetrar hafa verið byggðir aftan við sjálft brugghúsið. Þó nóg sé að gera í bjórframleiðslu segir Dagbjartur Arilíusson í Steðja að ekki sé verið að stækka brugghúsið. „Þetta er einfaldlega gert til að við getum betur tekið á móti stórum hópum sem sækjast í auknum mæli eftir því að koma hingað í bjórsmökkun og kynningar,“ segir hann í samtali við Skessuhorn. Hann segir slíkar ferðir verða stöðugt vinsælli, ekki síst meðal Íslendinga. „Það eru helst vinnustaðir sem fjölmenna hingað í skemmtiferðir en einnig er nokkuð um að ferðamenn komi hingað í hópum,“ segir Dagbjartur. Eftirspurnin eftir slíkum ferðum er orðin slík að hann hafi séð sig knúinn til að stækka. „Þó við auglýsum það ekki þá höfum við alltaf tekið á móti hópum sé þess óskað. Nú er töluvert bókað í slíkar ferðir í sumar og stórir hópar væntanlegir,“ segir hann.

 

„Hingað til höfum við tekið á móti hópum í brugghúsinu sjálfu. Það fer mjög vel um 25-30 manns þar í einu en þegar hóparnir eru farnir að telja nær 50 manns þá fer að verða þröngt á þingi, ég tala nú ekki um þegar þeir eru stærri,“ segir Dagbjartur og bætir því við að hann hafi oft þurft að skipta fjölmennum hópum í tvennt. Með tilkomu betri aðstöðu eigi slíkt að heyra sögunni til. „Þegar þetta verður komið í gagnið geri ég ráð fyrir að hér verði leikandi hægt að taka á móti hundrað manna hópum þannig að vel fari um alla,“ segir hann. Rýmið mun einnig nýtast sem lager að einhverju leyti og segir Dagbjartur að framkvæmdum ljúki á næstu vikum.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is