Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2016 11:27

Hítardalsvegur ófær fólksbílum og óljóst um viðhald

Hítardalsvegur (539) á Mýrum er í hópi tengivega í dreifbýli sem hafa verið olnbogabarn í vegakerfinu um áratugaskeið. Mikið hefur skort á eðlilegt viðhald vegarins miðað við íbúafjölda og umferð sem um veginn fer. Vegurinn er aldrei góður en á vorin er hann vart boðlegur og alls ekki fólksbílafær. Starfsmaður Vegagerðarinnar sem Skessuhorn ræddi við segir ástæðuna að verulega skorti peninga í viðhald vega almennt og eigi það við um allt land. Á kaflanum frá Staðarhrauni niður á malbikið á Snæfellsnesvegi eru um sex kílómetrar. Á leiðinni eru nú þrjár skvompur eftir kröftugar leysingar síðustu daga. Á meðfylgjandi myndum sem Jón Guðlaugur Guðbrandsson á Staðarhrauni tók fyrr í vikunni sést að vegurinn er ekki fólksbílafær. „Til viðbótar þessum skvompum eru svo allar holurnar sem fara bráðum að vera friðaðar sökum hás aldurs,“ sagði Jón Guðlaugur. Frá Staðarhrauni og upp að Hítardal er önnur eins vegalengd en sá vegur er að hluta til byggður á hrauni og því ekki alveg eins slæmur.

 

Guðbrandur Guðbrandsson bóndi á Staðarhrauni segir að síðast hafi verið gerð alvöru bragarbót á Hítardalsvegi um svipað leiti og hann hóf búskap, fyrir um 35 árum. Guðbrandur segir ástand vegarins illboðlegt fyrir íbúa, en á þessari leið frá þjóðvegi og upp að Hítardal er búið í sjö húsum og auk þess rekin kúabú og því fara mjólkur- og fóðurflutningabílar reglulega um veginn auk annarrar umferðar. „Það er orðin knýjandi þörf fyrir að ráðist verði í varanlegar vegabætur hjá okkur. Við þessar aðstæður eins og nú eru, geta menn einungis farið af bæ á vel búnum jeppum, fólksbílar sætu einfaldlega fastir og það dettur engum í hug að hreyfa þá af bæ við þessar aðstæður,“ segir Guðbrandur.

 

Árið 2013 sendu íbúar skriflega kvörtun til Vegagerðarinnar og kölluðu eftir endurbótum á veginum. Í skriflegu svari sem þá fékks sagði: „Það er ekki einfalt mál að forgangsraða framkvæmdum þegar fé er takmarkað og má eflaust alltaf deila um niðurstöðuna. En sumarið 2005 var vegurinn rásaður og malaður frá Snæfellsnesvegi að Staðarhraunskirkju. Þar fyrir utan hefur lítið verið gert nema keyrt hefur verið í kafla sem hafa orðið ófærir vegna aurbleytu. Það er alltaf óljóst hvað fjárveitingar verða miklar og alltaf þarf að skera niður áætlanir,“ sagði í svari til íbúa sem birt var á Facebook-síðu Vegagerðarinnar 30. janúar 2013.

 

Valgeir Ingólfsson hjá Vegagerðinni í Borgarnesi segir aðspurður í dag að einhverjir peningar verði lagðir í viðgerðir á Hítardalsvegi í sumar, en ekki sé búið endanlega að ákveða hvað þeir verði miklir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is