18. mars. 2016 06:01
Nú styttist í að silungsveiði hefjist í vötnum. Innan vébanda Veiðikortsins eru fjölmörg vötn um allt land. Nú hefur Veiðikortið kynnt hvenær opnað verður til silungsveiða í vor. Af vötnum á Vesturlandi má nefna að Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi eru opnuð þegar ísa leysir á vorin og er veiði í þeim leyfð til 30. september. Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn í Svínadal verða opnuð 1. apríl næstkomandi og verða opin til 25. september. Hraunsfjörður á Snæfellsnesi verður opnaður 1. apríl til 30. september. Meðalfellsvatn í Kjós er opið frá 1. apríl til 20. september. Hítarvatn verður opnað til veiða 31. maí og verður út ágúst.