Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2016 08:01

Dansarar af Vesturlandi gera það gott

Íslandsmeistaramótið í tíu dönsum (meistaraflokkur) fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um liðna helgi og áttu Vestlendingar að sjálfsögðu sína fulltrúa á mótinu. Í meistaraflokki dansaði Borgfirðingurinn Daði Freyr Guðjónsson með Mörtu Carrasco og hrepptu þau annað sætið á Íslandsmótinu. Arnar Þórsson dansaði með Rebekku Rós Ragnarsdóttur og lentu þau í fimmta sæti. Með árangri sínum hafa Daði Freyr og Marta tryggt sér þátttökurétt á heims- og Evrópumeistaramótum og heims- og Evrópubikarmeistaramótum. Þessi pör tóku einnig þátt í DSÍ Open Standard og DSÍ Open Latin um liðna helgi. Þar sigruðu Daði og Marta í standard og höfnuðu í öðru sæti í latin. Arnar og Rebekka höfnuðu í fimmta sæti í standard og því níunda í latin. Þriðji Borgfirðingurinn, Elís Dofri G Gylfason, hafnaði í sjötta sæti í latin ásamt Anítu Rós Kingo Andersen, dansfélaga sínum.

Grunnsporamót

Samhliða Íslandsmeistaramótinu var haldið almennt grunnsporamót. Í flokknum Börn II gerðu Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Tristan Sölvi Jóhannsson frá Akranesi sér lítið fyrir og sigruðu í bæði standard- og latindönsum. Fast á hæla þeirra fylgdu Demi van den Berg og Almar Kári Ásgeirsson, sem hrepptu annað sætið í sömu dönsum. Í þriðja sæti lentu Jóel Thor Jóhannesson og Aldís Thea Daníelsdóttir og þá höfnuðu Ellert Kári Samúelsson og Fura Claxton í fimmta sæti. Einnig kepptu Mateusz Kuptel og Margret Björt Pálmadóttir á mótinu í flokknum Börn II, sem og Júlíus Alexander Rúnarsson og Íris Embla Andradóttir, en þau náðu ekki verðlaunasæti.

 

Í flokknum Unglingar II kepptu tvö pör af Vesturlandi. Þau Anton Elí Einarsson og Arna Jara Jökulsdóttir urðu bikarmeistarar í Latín dönsum. Helgi Reyr Helgason og Heiður Dís Kristjánsdóttir hrepptu annað sætið.

Geta má þess að danspörin Rósa Kristín og Tristan Sölvi og Demi og Almar Kári stefna á keppni á móti í Blackpool í Englandi í lok marsmánaðar. Í tilefni þess ætla þau að halda danssýningu í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi þriðjudaginn 22. mars næstkomandi klukkan 19:30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn og rennur allur ágóði í ferðasjóð keppendanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is