Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2016 09:01

„Skiptir oft meira máli að vera en að gera“

Þráinn Haraldsson prestur á Akranesi hefur mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum. Hann hefur haft umsjón með fermingarfræðslunni á Akranesi í vetur ásamt sr. Eðvarð Ingólfssyni og segir alltaf jafn gaman að vinna með krökkunum. Um næstu helgi tekur Þráinn þátt í fyrstu fermingarathöfninni sem hann kemur nærri á Akranesi. Þráinn byrjaði sjálfur snemma í æskulýðsstarfi, fyrst um sinn sem leiðtogi hjá KFUM í Vatnaskógi og í æskulýðsstarfi í Hjallakirkju í Kópavogi. „Æskulýðsstarf snýst að hluta til um það sem maður gerir og hins vegar um það sem maður er. Það skiptir nefnilega oft meira máli að vera en að gera. Í þessu starfi er maður meðal annars að bjóða börnum og unglingum að eiga samtöl við fullorðið fólk og maður er að byggja upp ákveðna sýn. Þá skiptir máli hver maður er fyrir unglingunum, bæði þeim sem sækja æskulýðsstarf og þeim sem eru að fara að fermast,“ segir Þráinn í samtali við Skessuhorn. Hann segir fermingarfræðsluna að vissu leyti nátengda æskulýðsstarfinu. „Hún snýr líka að því að búa til upplifun og minningar. Að krakkarnir eigi jákvæða upplifun af vetrinum. Og þegar maður er að vinna með unglingum þá er maður að hluta til að koma þeim áfram til þroska. Æskulýðsstarfið helst í hendur við það,“ segir hann.

 

Sjá viðtal við Þráinn í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is