Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2016 08:01

Ungmenni vilja taka virkari þátt í lýðræðinu

Á Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Selfossi dagana 16. - 18. mars síðastliðinn var skorað á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins. Einkum mála sem varða ungmennin sjálf. Yfirheiti ráðstefnunnar var „Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna“ og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag. Þátttakendur á ráðstefnunni voru fulltrúar ungs fólks í sínum samfélögum og þekkja vel til aðstæðna ungmenna á sínu heimasvæði auk þess að vera það sem mætti kalla sérfræðingar í málefnum ungmenna, verandi ungmenni sjálf. Í ályktun ungmennaráðs sagði m.a.:

 

 

 

Geðheilbrigðismál í ólestri

„Biðtími eftir sér- og ítarþjónustu geðheilbrigðiskerfisins getur verið allt að 18 mánuðir. Við lok síðasta árs voru 718 börn og ungmenni á biðlistum eftir þessháttar þjónustu, en það eru þeir sem þegar höfðu sótt grunnþjónustu en ekki fengið. Á grunnþjónustustigi geðheilbrigðiskerfisins er löng bið veruleiki sem bitnar á mjög stórum hópi barna og ungmenna. Heildarbiðtími barna og ungmenna eftir þjónustu getur því orðið allt að þrjú til fjögur ár. Það er fullkomlega óásættanlegt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þessir löngu biðlistar ganga ekki einungis gegn lögbundnum skyldum ríkisins heldur stofna þeir velferð borgara í hættu. Það teljum við algjörlega óviðunandi og krefjumst þess að stjórnvöld átti sig á mikilvægi þessa málaflokks, ekki bara í orði heldur verki, strax í dag.“

 

Fordómar vegna aldurs

Síðar í ályktun ungmennafráðs segir: „Það er mikill vilji meðal ungmenna að taka virkan þátt í lýðræðinu en við upplifum fordóma vegna aldurs og meints reynsluleysis. Við viljum benda á að reynsla einstaklinga er mjög fjölbreytt og að ungt fólk býr margt yfir reynslu og upplifunum sem þeir sem eldri eru þekkja ekki. Okkur er stórlega misboðið yfir áhugaleysi stjórnmálamanna til þess að höfða til ungmenna og minnum á það að ungmenni á aldrinum 16 - 30 ára eru 76.000 manns á Íslandi í dag. Fjórði hver Íslendingur er ungmenni en það endurspeglast hinsvegar ekki á alþingi, æðsta stjórnvaldi á Íslandi. Til þess að styrkja stöðu ungmenna í lýðræðinu kemur lækkun kosningaaldurs í 16 ár sterklega til greina.

Ungt fólk er ekki bara framtíðin, við erum til núna og höfum áhrif í dag. Biðtími eftir þjónustu í geðheilbrigðismálum barna og unglinga hefur náð hættustigi. Í dag eru hundruðir barna og ungmenna sem hljóta skaða af þeim langa biðtíma sem úrræðaleysi stjórnvalda árum saman hefur valdið. Ef stjórnvöld eru ekki tilbúin til þess að setja málefni barna og ungmenna í forgang strax, þá mun það halda áfram að valda óafturkræfum skaða fyrir samfélagið allt.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is