Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2016 02:07

Leikrýni - Óþarfa offarsi í Logalandi

Ungmennafélag Reykdæla í Borgarfirði sýnir nú leikritið Óþarfa offarsa eftir bandaríska leikarann og leikskáldið Paul Slade Smith í þýðingu Harðar Sigurðsson og leikstjórn Ármanns Guðmundssonar.

Eins og nafnið bendir til þá er þetta farsi og í försum eru margar dyr. Í þessu tilfelli eru þær sjö þar af einar með tveimur hurðum, sem býður upp á margar leiðir til að rugla, misskilningur verður á misskilning ofan. Sviðið er tvö samliggjandi hótelherbergi. Í öðru hafa tveir lögreglumenn sett upp gildru fyrir spilltan stjórnmálamann, borgarstjórann Meekly, sem Jón Pétursson leikur. Eins og gefur að skilja fer ekki allt eins og gert var ráð fyrir í byrjun.

Ástin setur strik í reikninginn, eða ættum við frekar að segja ástarbríminn. Dagur Andrésson leikur óframfærinn lögreglumann, að nafni Eric Sheridan, sem hrífst af kynsvelta endurskoðandanum Karen Brown sem Bára Einarsdóttir leikur. Nær samleikur þeirra skemmtilegum hæðum án þess að fara yfir velsæmismörk. Honum til aðstoðar er frekar grunnhyggin lögreglukona, Billie Dwyer, sem leggur sig alla fram í að standa sig í starfi sem greinilega er ekki á hennar valdi. Ása Erlingsdóttir nær vel þessari jákvæðu og hjálplegu persónu sem auðvitað lendir í klandri. Guðmundur Pétursson er í hlutverki óöruggs yfirmanns öryggismála, sem er bleyða og leikur tveimur skjöldum. Hafsteinn Þórisson nær vel að vera illskiljanlegur í sínu hlutverki sem leigumorðinginn og pyntarinn Todd sem er illskiljanlegur Skoti, í kilti og með sekkjapípu. Hin einfalda Billie virðist vera sú eina sem skilur hann.

Misskilningur, mistök, yfirhylmingar og að leika tveimur skjöldum eru fastir liðir í skemmtilegum gleðileikjum eða försum. Óþarfa offarsi í uppfærslu Ungmennafélags Reykdæla hefur þetta til að bera og er kvöldstund í Logalandi vel varið.

 

Þóra Magnúsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is