Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2016 02:08

Leikrýni - Blessað barnalán – Frábær skemmtun

Ég hef ákaflega gaman af því að sjá leiksýningar hjá áhugamanna leikfélögum og hef farið á sýningar hjá Leikdeild Ungmennafélags Skallagríms síðastliðin ár og haft mjög gaman af. Á þessu ári fagnar Leikdeildin 100 ára afmæli sínu og er víst ýmislegt á döfinni til að halda upp á áfangann. Fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn var gamanleikurinn Blessað barnalán frumsýndur í félagsheimilnu Lyngbrekku og nú þegar eru þrjár sýningar búnar.  Verkið er eftir Kjartan Ragnarsson og leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

Í stuttu máli þá fjallar leikritið um mæðgur sem búa saman í þorpi austur á fjörðum. Móðirin á sér þá ósk heitasta að fá yngri systkinin til að koma heim á æskustöðvarnar og eyða með þeim sumarfríinu svona einu sinni enn áður en hún deyr.  Ekki virðist það ætla að ganga alveg að hennar óskum og tekur elsta dóttirin því til sinna ráða til að fá systkinin heim. Ráðabrugg systurinnar fer þó að sjálfsögðu úr böndunum og upphefst mikill feluleikur og misskilningur þar sem ekkert er greinilega of heilagt til að ná settu mark. Úr þessu verður hin mesta flækja og taugastríð allra sem hlut eiga að máli. Inn í ráðabruggið fléttast síðan hinar ýmsu persónur í þorpinu hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Það má með sanni segja að lýsingin ærslafullur gamanleikur eigi hér vel við því sýningin er sprenghlægileg og hin frábærasta skemmtun fyrir unga sem aldna. Virkilega gott rennsli er á sýningunni allan tíman og aldrei dauður tími enda var hlegið í salnum nánast frá upphafi til enda. Í hópi leikenda mátti sjá kunnugleg andlit frá sýningum fyrri ára og einnig einhver ný. Allt upp til hópa frábærir leikendur sem skiluðu sýnu verki snilldarlega vel. Leikdeild Skallagríms má svo sannarlega vera stolt af þessari sýningu og flottu upphafi á afmælisári sínu.

 

Það eru aldrei of margar gleði stundir í lífi okkar og ef þú lesandi góður villt eiga skemmtilega kvöldstund og hlægja þig máttlausa þá mæli ég svo sannarlega með að þú látir þessa sýningu ekki fram hjá þér fara. Ekki skemmir fyrir notalegt og heimilislegt andrúmsloftið á staðnum þar sem kaffi og rjómavöfflur eru seldar í hléi.

Sýnt er eins og áður sagði í Lyngbrekku og hefjast allar sýningar kl: 20:30.

 

Hildigunnur Jóhannesdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is