Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2016 09:01

Áætlað að taki tuttugu ár að koma öllum raflínum í jörð

Hagnaður Rarik samstæðunnar á árinu 2015 var ríflega 2,2 milljarðar króna, nokkru lakari afkoma en árið á undan. Á aðalfundi félagsins í síðustu viku var ákveðið að greiða 350 milljónir króna í arð til eigandans sem er íslenska ríkið. Rekstrartekjur Rarik voru 13.252 milljónir króna en rekstrargjöld 10.755 milljónir. Heildareignir í árslok voru 57,7 milljarðar króna og hækkuðu um 9.215 milljónir á milli ára. Eigið fé samstæðunnar nam 35,6 milljörðum í árslok og er eiginfjárhlutfallið 62%. Fjárfest var fyrir 2.432 milljónir króna á árinu, sem er heldur minna en áætlað var og um 137 milljónum króna lægri upphæð en árið áður.

 

Á aðalfundinum kom fram að áætlað er að á núverandi verðlagi muni kosta um 17 milljarða króna að færa það sem eftir er af loftlínum í dreifikerfi Rarik í jarðstrengi. Unnið hefur verið að endurnýjun kerfisins undanfarin ár, eins og greint var frá í Skessuhorni nýverið, og eru nú 55% dreifikerfisins komin í jarðstrengi. Enn er eftir að endurnýja um 3.700 km. af loftlínum og gera ætlanir RARIK ráð fyrir að því verði lokið á næstu 20 árum. Á fundinum kom fram að jarðstrengjavæðing undanfarinna ára hefur aukið mjög rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr truflunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is