Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2016 08:01

Stjórnendur fyrirtækja spá fjölgun starfa og aukinni fjárfestingu

Í nýjasta tölublaði af Glefsum, rafrænu riti sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gefa út, er sagt frá könnun þar sem mældar voru væntingar stjórnenda fyrirtækja í landshlutanum um rekstrarhorfur. Í fréttabréfinu segir Vífill Karlsson hagfræðingur m.a: „Bjartsýni fyrirtækja á Vesturlandi færist áfram í aukana á milli ára þegar horft er til svara við spurningum sem lúta að væntingum þeirra um framtíðina.“ Könnunin var gerð í desember 2015. Spurt var um breytingar á starfsmannafjölda, fjárfestingar, framtíðartekjur og aðstæður í efnahagslífinu. Skýrslan byggir á svörum 262 fyrirtækja.

 

Fram kemur að aukinn vilji, miðað við sama tíma árið áður, er til nýráðninga og fjárfestinga á Vesturlandi. Vilji til nýráðninga og fjárfestingar eykst mest á milli ára hjá fyrirtækjum sem starfa á Borgarfjarðarsvæði. Fyrirtæki í Dölunum virðast vera svartsýnni en á öðrum svæðum Vesturlands ef frá er talið hvort þau telji sig þurfa að fækka fólki. Þetta kann að tengjast óvissu sem skapaðist í rekstrarumhverfi landbúnaðarins vegna væntanlegrar endurnýjunar á búvörusamningum. Annars staðar hefur bjartsýni aukist á milli ára. „Nánari greining gaf til kynna að það væru helst fyrirtæki í byggingaiðnaði og ferðaþjónustu sem vildu ráða fólk. Ferðaþjónusta og fiskvinnsla höfðu hins vegar mestan áhuga á fjárfestingum,“ segir í Glefsum SSV.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is