Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2016 01:01

Umhverfisskipulag getur stuðlað að bættri lýðheilsu

Anna Kristín Guðmundsdóttir nemur umhverfisskipulag við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fékk hún í vetur það verkefni að hanna vistvæna götumynd á Akranesi. Var það liður í námskeiðinu Umhverfisskipulag og lýðheilsa. Verkefnið hófst sem hópverkefni þar sem greint var allt frá umferð til ráðandi lita á svæðinu sem til umfjöllunar er. Að því loknu skiluðu nemendur svo einstaklingsverkefni. „Út frá greiningu hópsins áttum við að koma með tillögur að úrbótum með tilliti til lýðheilsu íbúa, það er að segja hvernig gera mætti það meira aðlaðandi og gönguvænna sem stuðla gæti að bættri lýðheilsu,“ segir Anna í samtali við Skessuhorn. Svæðið sem hún fjallaði um er Kirkjubraut frá Merkigerði að gatnamótunum við Stillholt. Anna segir að svæðið sé nú nokkurs konar „hraðbraut“ innan bæjarins. „Þar eru nú fjórar akreinar, tvær í hvora átt og allt umhverfi mjög bílvænt,“ segir Anna. „Mínar tillögur fela meðal annars í sér að fækka akreinum í tvær. Þá hvetur umhverfið til hægari aksturs. Einnig var hannað gönguvænt og gróðursælt umhverfi með sjálfbærum ofanvatnslausnum og gróðurbeðum sem taka við regnvatni,“ bætir hún við.

 

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is