Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2016 06:01

Þurfa að loka hóteli tímabundið vegna ónýts vegar

„Það er mjög alvarleg staða komin upp hjá okkur. Nú er svo komið að Hvítarbakkavegur númer 514 er ófær fyrir almenna umferð og við sjáum okkur ekki fært annað en loka hótelinu meðan þetta ástand varir,“ segir Ólafur Gunnarsson sem rekur Icaland guesthouse Hvítá á Hvítárbakka í Borgarfirði. Hann segir að á síðasta ári hafi a.m.k. þrír bílar farið útaf á veginum vegna ástands hans og í einu óhappanna hafi orðið slys á fólki. „Hér á Hvítárbakka eru rekin tvö hótel og gistiheimili og það hlýtur að teljast alvarlegt að loka verði ferðaþjónustufyrirtækjum vegna skorts á viðhaldi héraðsvega. Þarna beini ég orðum mínum til fjárveitingavaldsins á Alþingi. Ríkissjóður er að fá milljarða í auknar tekjur af ferðaþjónustu en er ekki að láta aukið fjármagn í viðhald og endurbyggingu vegakerfisins. Hér verður því eitthvað að láta undan, eða þingmenn að viðurkenna að við svo búið verður ekki unað lengur,“ segir Ólafur.

 

 

„Það er engu líkara en að hér þurfi að verða dauðaslys til að eitthvað verði gert í lagfæringum á veginum. Við verðum vör við afbókanir á hótelgistingu því skipuleggjendur ferða treysta sér ekki til að beina fólki til okkar. Tjón verður á bílum ferðamanna og bílaleigur vilja ekki að bílum þeirra sé ekið um vegleysur. Það er skylda Vegagerðarinnar að halda þessum málum í lagi, en starfsmenn hennar bera því við að ekki séu til peningar, möl eða jafnvel vegheflar til að ráðast í þessi verk. Þetta er grafalvarlegur hlutur sem er í gangi og mér er ekki skemmt að þurfa að loka mínu fyrirtæki vegna slóðagangs fjárveitingavaldsins,“ segir Ólafur Gunnarsson á Hvítárbakka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is