Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2016 08:04

Sigursælt lið í hestaíþróttum sannar að gott er að vera „sveitalubbi“

Liðið Garðatorg eignamiðlun & ALP/GÁK gerði góða hluti í áhugamannadeild Glugga- og glerdeildar í hestaíþróttum, en keppninni í fimmgangi lauk í síðustu viku. Allir knapar liðsins eru frá og/eða búa á Vesturlandi. Liðið náði þeim frábæra árangri síðustu tvö mót að vinna liðabikarinn þ.e.a.s. var efst í fimmgangi og í síðustu viku endurtók það leikinn og sigraði í slaktaumatölti. Til að vinna liðabikarinn þurfa allir knapar liðsins að ná góðum árangri og þurfa að vera vel fyrir ofan miðju. Alls eru 45 keppendur úr 15 liðum á hverju móti og er baráttan hörð, góðir hestar og snjallir knapar.

 

 

Í liðinu Garðatorg eignamiðlun & ALP/GÁK eru félagsmenn frá Snæfellingi, Skugga og Faxa á Vesturlandi. Styrktaraðilar eru frá Reykjavík en hafa tengingar á Vesturland svo sem eru með ræktun sína í Saurbæ í Dölum. „Gaman er að segja frá því að í fyrra heyrðum sögur af því að sumir keppendur kölluðu okkur sveitalubbana. Ja, ekki urðum við beint sár yfir þessari nafnbót heldur kannski þvert á móti þá efldi hún okkur í því að gera það vel að sveitalubbarnir myndu koma, sjá og sigra. Og það höfum við svo sannarlega gert síðustu tvö mótin nú í vetur. Mikil gleði ríkir í liðinu í dag en líka spenna fyrir síðasta og örugglega erfiðasta mótinu sem verður í tölti. Það verður hart barist um efstu sætin því margir góðir hestar eru bæði innan liðsins og í hinum liðunum. Þangað til þá ætlum við að njóta þess að liðið okkar er núna liðsmeistarar í fimmgangi og slaktaumatölti,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir liðsstjóri og knapi. Anna Berg er í Skugga og býr á Hvanneyri.

Aðrir liðsfélagar eru: Aníta Lára Ólafsdóttir í Faxa, en hún varð í öðru sæti í fimmgangi og fjórða sæti í slaktaumatölti. Ámundi Sigurðsson er í Skugga. Hann varð í fimmta sæti í Treck og þriðja sæti í fimmgangi. Gunnar Tryggvason frá Brimilsvöllum er í Snæfellingi og Stefán Hrafnkelsson er í Skugga og býr á Hvanneyri. Þjálfarar liðsins eru Ragnheiður Samúelsdóttir, tamingakona og reiðkennari og Ragnar Hinriksson, tamningarmaður og reiðkennari, er eins og kunnugt er einn sigursælasti knapi okkar Íslendinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is