Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2016 10:01

Leikarinn veiddi stærsta þorsk sem vitað er um á sjóstangveiðimóti

Sjóstangaveiðifélagið Skipaskagi á Akranesi stóð fyrir innanfélagsmóti í sjóstangveiði síðastliðinn laugardag í frábæru veðri. Var þetta í 22. skipti sem mótið er haldið og tóku 23 einstaklingar þátt á sex bátum, þar af sex nýliðar. Jóhannes Simonsen formaður Skipaskaga var aflahæstur karla með 384,55 kg og Ágústa S Þórðardóttir var aflahæst kvenna með 104,1 kg. Aflahæsti báturinn var Þerna AK með heildarveiði upp á 964,2 kg og var Högni Reynisson skipstjóri.

Óvenju stór og þungur fiskur veiddist á mótinu enda var nú í fyrsta sinn ákveðið að halda mótið fyrir árlegt veiðistopp sem er frá 1. til 21. apríl. „Það sem gerir mótið sérstakt er að við gerðum tilraun til að halda mótið fyrir páskastoppið þegar fiskurinn er að hrygna. Innanfélagsmótið var því haldið á meðan stórfiskurinn er enn í Faxaflóa,“ segir Jóhannes í samtali við Skessuhorn. Fyrir vikið var meðalþyngd fiskanna töluvert hærri en vanalegt er, eða um 9,5 kíló. Til gamans má geta að venjulega er meðalþyngd fiskanna um 1,5 til 2 kg á slíku móti. Heildaraflinn var um 4,5 tonn, sem þykir einnig óvenju gott. Þá veiddust fjórir þorskar sem voru þyngri en skráð landsmet fram til þessa. Gunnar Jónsson, betur þekktur sem leikarinn Gussi, veiddi þorsk sem reyndist 37,5 kíló og bendir allt til þess að sá þorskur sé sá stærsti sem veiðst hefur á sjóstöng við strendur Íslands. Þess má geta að viðurkennt landsmet hjá Landssambandi sjóstangaveiðifélaga er 26 kg. Það met telst þó ekki slegið þar sem þeir fiskar sem veiðast á innanfélagsmótum eru ekki taldir með í landsmetum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is