Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2016 09:00

Gunnhildur og Haiden í úrvalsliðinu og Ingi besti þjálfarinn

Laust eftir hádegi í gær voru veitt umferðarverðlaun Domino‘s deildar kvenna fyrir seinni umferð keppnistímabilsins. Valið var úrvalslið seinni umferðarinnar, besti þjálfarinn, dugnaðarforkurinn og bestu dómararnir.

 

Snæfell hlaut þar flestar viðurkenningar, eða þrjár talsins. Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði og Haiden Denise Palmer voru báðar valdar í úrvalsliðið. Haiden skoraði að meðaltali 22,6 stig í leik, tók 11,4 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Meðalframlag hennar í leik nam hvorki meira né minna en 25,8 framlagsstigum á síðari hluta tímabilsins.

Gunnhildur skoraði að meðaltali 10,8 stig í leik, tók 11,8 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar. Gerir það framlag upp á 11,6 að meðaltali.

 

Snæfell vann ellefu af tólf leikjum sínum á síðari hluta keppnistímabilsins, en það er sigurhlutfall upp á 92 prósentustig. Þarf því ekki að koma stórlega á óvart að Ingi Þór Steinþórsson var valinn besti þjálfarinn.

Vert er að geta þess að eftir fyrri hluta tímabilsins var Ingi Þór einnig valinn besti þjálfarinn og Haiden var sömuleiðis í úrvalsliði fyrri umferðarinnar, þá ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is