26. mars. 2016 10:00
Á páskum leggja margir Íslendingar land undir fót og fara í frí, heimsækja ættingja eða sækja viðburði fjarri heimahögunum. Fylgifiskur þess er jafnan mikil umferð dagana fyrir og eftir páskahátíðina. Mikilvægt er að aka varlega sem endranær þegar umferð er þung og fara að öllu með gát.
Meðfylgjandi mynd tók Þorleifur Geirsson og sýnir hún þétta bílaumferð yfir Borgarfjarðarbrú í norðurátt á skírdag.