Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2016 11:48

Georg Breiðfjörð er 107 ára í dag

Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi fagnar í dag 107 ára afmæli sínu. Hann er elsti núlifandi Íslendingurinn og enn fremur elstur karlmanna sem fæðst hafa hér á landi. Af því tilefni var hann í mars síðastliðnum sæmdur heiðursborgaranafnbót Stykkishólmsbæjar.

 

Georg er Breiðfirðingur í báðar ættir. Foreldrar hans voru Ólafur Sturlaugsson, bóndi og ullarmatsmaður og Ágústa Sigurðardóttir húsfreyja. Þau bjuggu í Akureyjum á Breiðafirði, nokkuð utan við mynni Gilsfjarðar. Þar fæddist Georg árið 1909 og bjó til 18 ára aldurs þegar fjölskyldan settist að á Ögri við Stykkishólm. Hann giftist síðar Þorbjörgu Júlíusdóttur frá Bjarnareyjum á Breiðafirði. Hún lést árið 1984. Eignuðust þau fjóra stráka. Einn var andvana fæddur en þrír komust upp. Hafa þeir fært Georg barnabörn og langafabörn.

 

Lengst af starfaði Georg sem smiður og kom að byggingu ófárra húsa í Hólminum. Hann býr í dag á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi og er að sögn aðstandenda við góða heilsu, minnugur og ern andlega. „Ég er hér eldgamall,“ sagði Georg kíminn og brosti til blaðamanns Skessuhorns sem heimsótti hann skömmu fyrir síðustu jól. Hann er viðræðugóður og lífsglaður en er farinn að tapa sjóninni. „Ég sé illa og það er eitthvað máttleysi í löppunum á mér. En ég heyri sæmilega og sef ágætlega. Mér líður vel,“ sagði hann við sama tilefni og kvaðst una hag sínum vel í Hólminum, hann vildi „hvergi annars staðar vera en hér í Stykkishólmi,“ eins og hann orðaði það.

 

Skessuhorn vill árna Georg Breiðfjörð heilla í tilefni dagsins og sendir honum kærar kveðjur í bæinn við eyjarnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is