Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2016 10:00

Tvö sýni innihéldu of mikið nítrít og nítrat

Matvælastofnun lét nýverið mæla nítrít og nítrat í unnum kjötvörum sem framleiddar eru hérlendis. Nítrít og nítrat eru aukefni sem leyfilegt er að nota í ýmsar kjötvörur. Bæði eru þau skilgreind serm rotvarnarefni en einnig geta þau varðveitt lit og veitt ákveðna bragðeiginleika. Leyfilegt hámarksmagn er skilgreint í reglugerð og miðast við að heimila nægilegt magn efnanna til að hefta örveruvöxt í matvælum án þess að þau geti valdið skaðlegum áhrifum. „Eftirlitsmenn Matvælastofnunar tóku 21 sýni úr kjötvörum hjá framleiðendum sem eru undir eftirliti stofnunarinnar. Einblínt var á vörur þar sem notkun efnanna var tilgreind eða líkleg. Sýnatökur stóðu yfir frá 24. nóvember til 4. desember 2015,“ segir í tilkynningu.

 

Niðurstöður sýndu að af 21 kjötvöru sem tekið var sýni úr reyndust tvær innihalda of mikið af öðru eða báðum efnunum. Þau sýni voru úr saltkjöti og ítölsku salami. „Í kjölfar mælinganna var farið í eftirlit á viðkomandi starfsstöðvar og farið yfir uppskriftir og verkferla. Brugðist hefur verið við kröfum stofnunarinnar og úrbætur gerðar. Þrátt fyrir að gildi hafi mælst marktækt yfir leyfilegum hámarksgildum í tveimur varanna þá er magnið ekki það mikið að hætta hafi stafað af vegna neyslu þeirra. Áfram verður fylgst með notkun efnanna í eftirliti stofnunarinnar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is