29. mars. 2016 11:00
Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik hefst í kvöld þegar Skallagrímur mætir Val í fyrsta leik undanúrslitaviðureignarinnar. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaviðureignina þar sem leikið er um eitt laust sæti í Domino‘s deildinni á næsta keppnistímaibli.
Leikur Skallagríms og Vals hefst klukkan 19:30 og fer fram í Valsheimilinu í Reykjavík.
Skallagrímsmenn leika svo fyrsta heimaleik sinn næstkomandi föstudagskvöld.