29. mars. 2016 12:04
Grásleppuveiðitímabilið fer senn í hönd við strendur Vesturlands. Leyfi hvers báts eru gefin út til 20 samfelldra daga í upphafi, þar til ákvörðun um heildarfjölda daga hefur verið tekin. Leyfin eru bundin við ákveðin veiðisvæði og -tímabil.
Heimilt er að hefja veiðar, að fengnu leyfi, við Faxaflóa frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga. Grásleppuveiðar eru heimilar á Faxaflóa frá 1. apríl til og með 14. júní næstkomandi.
Á Breiðafirði má stunda veiðar frá 1. apríl til og með 14. júní á svæði 1, frá línu réttvísandi frá Dritvíkurtanga að línu réttvísandi frá Bjargtöngum. Á svæði 2, innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar í Lambsnes vestan Vantsfjarðar, eru veiðar heimilar frá 20. maí til og með 2. ágúst.