31. mars. 2016 09:00
Gylfi Sigurðsson fékk verðlaun fyrir bestu hugmynd að heiti á málmiðngreinaátak í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Sérstök nefnd, skipuð helstu hagsmunaaðilum, valdi hugmynd Gylfa ,,Málmur er málið“ úr hópi fjölmargra hugmynda. Gylfi hefur verið í námi í einstökum áföngum í FVA frá því 2011 en frá þeim tíma voru um 30 ár síðan hann var síðast í FVA. Hann stundaði nám í vélvirkjun með vinnu og útskrifaðist sem vélvirki frá FVA á vorönn 2014. Gylfi er enn að því núna er hann í meistaranámi í sinni grein í FVA. Aðspurður segir Gylfi að nám í málmiðngreinum sé mjög fjölbreytt og gefi mikla möguleika til frekara náms. Sóknarfæri séu í þessum iðnaði fyrir skólann og nærsamfélagið en brýnt sé að endurnýja tækjabúnað og aðstöðu málmiðngreinadeildar FVA.