Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2016 09:00

Skipulagt átak styttir bið sjúklinga

Heilbrigðisráðherra undirritaði formlega í síðustu viku samninga við fjórar heilbrigðisstofnanir um þátttöku þeirra í skipulögðu átaki til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum. Samningarnir eru við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Landspítala, Sjúkrahúsið á Akureyri og fyrirtækið Sjónlag hf. Í þeim felst að sérstaklega hefur verið samið um fjármuni til að framkvæma tilteknar aðgerðir umfram það sem stofnanirnar höfðu ráðgert miðað við rekstrarfé af fjárlögum. Um er að ræða hjartaþræðingar, augasteinsaðgerðir og liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjöðmum sem voru áætlaðar 1.010 á þessu ári. Með átakinu bætast við 530 aðgerðir sem er ríflega 50% aukning. Nú bíða 1.336 sjúklingar eftir liðskiptaaðgerð. Áformað er að verja 1663 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2016 - 2018, þar af um helming fjárins á þessu ári. Að sögn Guðjóns Brjánssonar forstjóra HVE var áður ráðgert að gera 110 liðskiptaaðgerðir á stofnuninni en nú fjölgar þeim töluvert eða um 65% sem er talsvert meira en aukningin nemur á landsvísu. „Með þessum samningi stefnum við á að gera 70 til 75 liðskiptaaðgerðir til viðbótar. Það eru nokkurn veginn til helminga hné- og mjaðmaaðgerðir,“ segir Guðjón í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is