Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. mars. 2016 08:00

180 milljónir í framkvæmdir og fjárfestingar

Í fjögurra ára framkvæmdaáætlun Borgarbyggðar kemur fram að 180 milljónum verði varið í framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2016. Stærsta framkvæmdin í ár snýr að Grunnskólanum í Borgarnesi en ráðgert er að verja 90 milljónum í hönnun, endurbætur og viðbyggingu skólans. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar forseta sveitarstjórnar er ekki komin nákvæm tímasetning á framkvæmdirnar við skólann. „Það er búið að fara í þarfagreiningu og hönnuðir eru að vinna frumdrög núna út frá henni í samstarfi við byggingarnefnd og starfsfólk. Við bindum vonir við að hægt verði að fara í hluta af endurbótaþættinum á þessu ári. Það er kominn tími á endurbætur á húsnæðinu og samhliða verður unnið að hönnun á viðbyggingu í framhaldinu. Á þessu stigi er erfitt að segja eitthvað nánar um tímasetningar en vonandi verður komin skýrari mynd á þetta um og upp úr miðjum næsta mánaðar,“ segir Björn Bjarki. Samkvæmt framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir því að settar verði 330 milljónir í verkefnið til ársins 2018. „Við erum með töluverða fjármuni í verkefnið og mikill vilji til að gera þetta vel. Það tekur tíma að hanna og láta þetta spila saman við eldra húsnæðið, að ná samhengi í hlutina. Við stefnum á að koma upp samkomusal sem gæti nýst fyrir mötuneyti þannig að börnin geti matast í skólanum. Svo erum við einnig að horfa til þess að Tónlistarskóli Borgarfjarðar fái aðstöðu í húsnæðinu.“

 

 

40 milljónir í Hnoðraból

Þá er einnig ráðgert að tíu milljónum verði varið í malbikun Kveldúlfsgötu í Borgarnesi og að 20 milljónir verði settar í malbikun gangstétta beggja megin við þá götu. Þá verður 40 milljónum varið í framkvæmdir tengdar leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal, þó ekki hafi enn verið ákveðið hvernig sú framkvæmd verður útfærð. „Starfshópur vinnur núna að því að færa Hnoðraból að Kleppjárnsreykjum og horfa á þá möguleika að koma honum annaðhvort fyrir í grunnskólanum eða að nýta annað húsnæði á Kleppjárnsreykjum. Núverandi húsnæði ber ekki þann fjölda sem í því er og aðstaðan kannski eins góð og við viljum bjóða uppá, bæði börnum og ekki síður starfsfólki, við viljum vinna bragarbót á aðstöðunni sem fyrst og koma í veg fyrir að biðlistar myndist. Við vonumst því til þess að fara af stað með þetta verkefni á árinu og vonandi að klára það líka innan ársins,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is