Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. mars. 2016 06:01

Vegleg gjöf til St. Franciskusspítala

Edda Heiðrún Backman færði St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi fjögur málverk að gjöf nú á dögunum, en fyrr í vetur hafði spítalinn einnig fengið sent sófasett á vegum Eddu. „Tilefnið er gestristni starfsfólsins á spítalanum,“ segir Edda, en hún hafði fengið gistingu á spítalanum síðastliðið sumar. Edda er bundin í hjólastól eins og kunnugt er og því er gott aðgengi henni nauðsynlegt. Hún dvaldi á spítalanum í viku og fór í skemmtiferðir út á Nes ásamt vinkonu sinni.

Sófasettið og málverkin príða nú friðarherbergi St. Franciskusspítala, en það er gjarnan notað fyrir aðstandengur sjúklinga og þegar ræða þarf alvarleg mál. „Fólk þarf að hafa eitthvað fallegt að horfa á,“ segir Edda og á þá við þegar fólk fær slæmar eða erfiðar fréttir. Málverkin fjögur eru af kríum og heita Svif, Fæðuöflun, Lending og Klif en serían heitir Gengilbeinur háloftanna. Þær höfðu áður verið til sýnis bæði hérlendis og erlendis.

 

Áður hafði Edda komið til Stykkishólms fyrir 40 árum síðan og ætlað með ferjunni Baldri út í Flatey þar sem bróðir hennar átti hús. Hún missti hins vegar af ferjunni og fékk þá gistingu á sama stað áður en hún komst í Flatey, þá hjá St.Franciskussystrum. Kríunni segist Edda hafa kynnst í Flatey þegar hún stytti sér leið snemma morguns yfir kríuvarp. „Þær urðu brjálaðar,“ segir hún. Síðan þá hefur Edda verið heilluð af kríunni en fuglar eru vinsælt viðfangsefni hjá henni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is