Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. mars. 2016 12:13

Áskoranir 1287 Akurnesinga afhentar bæjaryfirvöldum

Eins og Skessuhorn hefur ítarlega fjallað um hafa tvær undirskriftasafnanir staðið yfir á Akranesi undanfarnar vikur vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi á Breiðarsvæðinu. Annar hópurinn sem að baki þeim stendur er fylgjandi því að bæjarstjórn samþykki skipulagið en hinn er því andsnúinn. Tillagan lýtur að fyrirhugaðri uppbyggingu á hausaþurrkunarverksmiðju HB Granda. Fulltrúar beggja undirskriftasafnana afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista sína í gær.

Forsvarsmenn hópsins Betra Akranes riðu á vaðið um tvöleytið í gærdag. Afhentu þeir lista 520 kosningabærra Akurnesinga sem vilja mótmæla tillögunni og skora á bæjarstjórn að fella hana. Að auki fylgdu athugasemdir 74 annarra sem telja sig eiga hagsmuna að gæta í málinu.

 

Klukkan fimm síðdegis afhenti síðan ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar Aukin uppbygging lista 767 kjósenda á Akranesi sem lýsa yfir stuðningi við tillögu um breytt skipulag og skora á bæjarstjórn að samþykkja hana.

 

Á Akranesi bjuggu 6.908 við síðustu áramót. Alls létu 1.287 kosningabærir Akurnesingar nafn sitt við áskorun til bæjaryfirvalda. Það jafngildir rétt rúmum 18,6% af heildaríbúafjölda bæjarins. 11,1% allra íbúa skora á bæjarstjórn að samþykkja tillöguna en 7,5% skora á bæjarstjórn að fella hana.

 

Hafa skal í huga að þessar prósentur miðast við heildaríbúafjölda en ekki fjölda kosningabæra Akurnesinga. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar nú rétt fyrir hádegi í dag lá ekki fyrir hversu margir lögðu inn skriflegar athugasemdir við skipulagsbreytinguna óháð fyrrnefndum undirskriftalistum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is