Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2016 08:01

Vilja kaupa tug eldri bíla fyrir tökur á Fast-8 myndinni

Framleiðendur kvikmyndarinnar Fast-8 eru nú byrjaði tökur á myndinni hér á landi. Nú eru þeir væntanlegir á Akranes og strax um helgina verða undirbúnar tökur á æsilegum akstursatriðum sem eiga meðal annars að fara fram á hafnarsvæðinu.  Einhver fjöldi bíla verður eyðileggingu að bráð í þessum akstursatriðum og jafnvel sprengingum og vantar framleiðendum myndarinnar að fá keypta 10-12 eldri fólksbíla. Hyggjast þeir greiða fyrir þá tvöfalt markaðsvirði. Tekið verður á móti bílum frá áhugasömum seljendum við bílasöluna Bílás við Smiðjuvelli í dag milli klukkan 11 og 13. „Verðmat á bílunum fer einfaldlega þannig fram að við á Bílás flettum upp markaðsvirði bílanna og kaupandinn, framleiðandi myndarinnar, greiðir tvölfalt það verð sem tölvan gefur upp. Við gerum þannig ráð fyrir að 300 þúsund króna bíll fari á 600 þúsund staðgreitt, svo dæmi sé tekið. Gengið verður frá eigendaskiptum á staðnum. Einu skilyrðin sem kaupendurnir setja er að lakk bílanna sé nokkurn veginn í lagi og allar rúður verða að vera heilar. Bílarnir þurfa einnig að vera gangfærir, en þurfa ekki að vera nýskoðaðir. Þetta getur því verið frábært tækifæri fyrir bíleigendur til að afsetja bíla sem þeir vilja losna við á þægilegan máta,“ segir Ólafur Óskarsson bílasali á Bílás í samtali við Skessuhorn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is