Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2016 10:11

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Í gær fór fram í Tónbergi á Akranesi úthlutun á styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir árið 2016. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en hann kemur í staðinn fyrir fyrri úthlutanir samkvæmt Vaxtarsamningi Vesturlands og Menningarsamningi Vesturlands. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og til menningarmála en styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar er úthlutað tvisvar á ári.

Styrkþegar að þessu sinni voru 95 talsins og skiptast styrkirnir í þrjá flokka; menningarstyrki, stofn- og rekstrarstyrki og atvinnu- og nýsköpunarstyrki. Alls var úthlutað 43.150.000 krónum úr sjóðnum í ár. Menningarstyrkir voru að upphæð 21.450.000 krónur, atvinnu- og nýsköpunarstyrkir voru 14,4 milljónir og stofn- og rekstrarstyrkir 7,3 milljónir. Starfsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem jafnframt eru starfsmenn Uppbyggingarsjóðs, stýrðu athöfninni í Tónbergi. Þetta voru þau Elísabet Haraldsdóttir, Páll S Brynjarsson og Ólafur Sveinsson.

 

Ítarlega verður fjallað um styrkina í Skessuhorni í næstu viku.

 

Í stjórn Uppbyggingasjóðs Vesturlands sitja Helga Guðjónsdóttir Snæfellsbæ (formaður), Rakel Óskarsdóttir Akranesi, Sveinn Pálsson Dalabyggð, Jenný Lind Egilsdóttir Borgarbyggð og Hallfreður Vilhjálmsson Hvalfjarðarsveit. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is