01. apríl. 2016 11:44
Körfuknattleikslið karla í Skallagrími átti sinn fyrsta leik á þriðjudaginn í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Mótherjarnir eru Valur og var fyrsti leikurinn spilaður í Vodafone höllinni. Þeir rauðklæddu höfðu þá sigur þrátt fyrir mikla baráttu gestanna úr Borgarnesi. Leikur númer tvö í seríunni verður í kvöld klukkan 19:15 í Fjósinu í Borgarnesi. Þar þurfa Skallarnir svo sannarlega á sigri að halda til að jafna stöðu sína í einvíginu. „Við vonumst til að sjá sem flesta á pöllunum til að skapa stemningu og hvetja liðið í baráttunni um að komast í úrlitarimmuna, en sigurvegari úr henni kemst í deild þeirra bestu að ári,“ segir Arnar Víðir Jónsson formaður Skallagríms í samtali við Skessuhorn. Hin borgfirska Eva Margrét keppandi í Island got talent verður með söngatriði í hálfleik á leiknum í kvöld.