Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2016 01:00

Breytingar á rekstri Gamla Kaupfélagsins

Búið er að loka um tíma veitinga- og skemmtistaðnum Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut 11 á Akranesi. Gísli Þráinsson hefur í tæp fimm ár rekið í húsinu fyrirtækið GK veitingar. Rekstri þess fyrirtækis var hætt í gær, 31. mars. Aðspurður segir Gísli að reksturinn hafi verið erfiður og hafi hann ákveðið á þessum tímapunkti að hætta honum og snúa sér að öðru. „Það er sameiginleg ákvörðun mín og eiganda hússins að ég hætti og að nýir rekstaraðilar taki við húsnæðinu,“ segir Gísli í samtali við Skessuhorn. Sjálfur ætlar hann að einbeita sér að rekstri GS Imports, sem er innflutnings- og sölufyrirtæki á borðbúnaði fyrir hótel- og veitingarekstur. „Á því sviði hefur verið mikill vöxtur og gengur gríðarlega vel,“ segir Gísli.

 

Félagið Veislur og viðburðir ehf. mun taka við rekstri í húsinu við Kirkjubraut 11 og opnar þar veitinga- og skemmtistað undir nafni Gamla Kaupfélagsins í maímánuði. Að félaginu standa þeir Ísólfur Haraldsson og Gunnar Hafsteinn Ólafsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is